Islenska

Velkomin á heimasíðu félags norrænna leiðsögumanna í París !

Félagið Apgils samanstendur af faglærðum leiðsögumönnum sem leiðsegja á norðurlandamálum og eru búsettir í París eða öðrum héruðum Frakklands. Allir leiðsögumenn félagsins eru með löglegt leiðsögumannapróf, viðurkennt af franska Ferðamálaráðuneytinu og hafa leyfi til að leiðsegja inn á söfnum og í sögufrægum byggingum jafnt í París sem og í öllu Frakklandi.

Við deilum með ykkur þekkingu okkar á sögu, menningu og matagerðarlist Frakka og þeim stórkostlega þjóðararfi sem Frakkland hefur upp á að bjóða.

Hvort sem þið komið með fjölskyldunni, vinum, í einkaerindum eða á ráðstefnur og hvort sem þið eruð að leita eftir leiðsögn um söfn, gönguferðum eða kynnisferðum er hægt að fá klæðskerasaumaða þjónustu á ykkar tungumáli sem passar nákvæmlega fyrir hvern og einn. Það má nálgast verðskrána hjá þeim leiðsögumanni sem þið hafið samband við.

Þetta er ekki viðskipta og verslunar félag og býður þar af leiðandi ekki upp á þannig þjónustu. En þið getið haft beint samband við leiðsögumennina sjálfa í gegnum « guides » síðuna.